Episodes

  • Skákkennsla fyrir stjórnmálamenn: Sigurður Þórðarson og Gunnar Freyr Rúnarsson
    Aug 6 2025

    Gestir Kristjáns Arnar í þessum þætti eru þeir Gunnar Freyr Rúnarsson formaður Víkingaklúbbsins og Sigurður Þórðarson, áhugamaður um skák. Sigurður er fyrrverandi stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni í síðustu tveimur Þorskastríðum Íslendinga en í fjóra áratug hefur hann flutt inn náttúrulyfið Rautt-eðalginseng. Rautt-eðalginseng er vinsælt hjá skákmönnum en það er talið skerpa athygli og auka þol. Þeir félagar ræða skák; Evrópukeppni félagsliða, árangur Víkingaklúbbsins á Íslandsmóti skákfélaga frá stofnun hans árið 2007, Vestfirði og sjarma þeirra, pólitík hér heima og erlendis og margt fleira. Sigurður segir að stjórnmálamenn nútímans skorti þekkingu á Íslandssögunni og nefndir að hann og þeir sem tóku þátt í Þorskastríðunum hafi gert það í góðri trú fyrir framtíðarkynslóðir Íslendinga. Það sé því grátlegt að illa upplýstir stjórnmálamenn vilji gefa fiskveiðiauðlind þóðarinnar til Evrópusambandsins. Sigurður telur að skákiðkunn sé þroskandi fyrir börn enda hafi rannsóknir sýnt að börnum og ungmennum sem iðka skák vegni betur í námi og starfi. Ástæðan kunni að vera sú að í skákinni læri maður að temja sér rökhugsun og öguð vinnubrögð.

    Show More Show Less
    57 mins
  • Skák og píanóleikur - hugur og hönd: Þorsteinn Gauti Sigurðsson og Gunnar Freyr Rúnarsson
    Jul 30 2025

    Þorsteinn Gauti Sigurðsson, píanóleikari og skákmaður og Gunnar Freyr Rúnarsson, sagnfræðingur og formaður Víkingaklúbbsins eru gestir Kristjáns Arnar. Þema þáttarins snýst að einhverju leyti um New York en Þorsteinn bjó þar í 4 ár þegar hann stundaði nám við einn virtasta tónlistarháskóla heims, Juilliard School of Music. Gunnar Freyr hefur einnig mikið dálæti af borginni en hann hefur margoft heimsótt "borgina sem aldrei sefur" meðal annars teflt þar með íslenska unglingalandsliðinu í skák. Þeir félagar ræða götuskákmenningu í stórborgum, heimsókn í Hvíta húsið þegar Jimmy Carter var forseti Bandaríkjanna, hver sé sterkasti píanóleikri allra tíma í skák og aðra skemmtilega viðburði.

    Show More Show Less
    56 mins
  • Skák á Íslandi og í Austur-Evrópu: FIDE-meistararnir Símon Þórhallsson og Sigurbjörn J. Björnsson
    Jul 23 2025

    FIDE-meistararnir Símon Þórhallsson og Sigurbjörn J. Björnsson fara um víðan völl í spjalli sínu við Kristján Örn í þættinum. Rætt er um skák á Íslandi fyrr og nú, nýskipuð keppnislið Íslands sem fara í haust til Batumi í Gerorgíu á Evrópumóti landsliða í skák, heimsbikarmót kvenna sem nú stendur yfir einnig í Batumi í Georgíu, Viðeyjarhraðskákmótið sem haldið var í Viðey um helgina, ferðalög þeirra félaga til Austur-Evrópu og margt fleira skemmtilegt og fróðlegt.

    Show More Show Less
    52 mins
  • "Óli, leggðu á": Halldór Grétar Einarsson FIDE-meistari og formaður meistaraflokksráðs Breiðabliks
    Jul 16 2025

    Í þættinum ræðir Kristján Örn Elíasson við Halldór Grétar Einarsson FIDE-meistara og formann meistaraflokksráðs Breiðabliks. Þeir ræða afreksskák á Íslandi og styrki til afreksmanna í skák og þróun alþjóðlegra skákstiga síðustu árin. Þeir bera saman aldur og styrkleika sterkustu skákmanna Norðurlandanna og einnig koma þeir inn á hversu skákin er orðin vinsæl á netinu en um það bil þriðjungur íslensku þjóðarinnar hefur stofnað reikning á vefnum Chess.com þar sem hægt er að tefla, leysa þrautir, lesa fréttir og gera ýmislegt annað.

    Show More Show Less
    56 mins
  • Íslenskir titilhafar í frjálsu falli á stigalista FIDE: Björn Víglundsson og Halldór Grétar Einarsson
    Jul 9 2025

    Skákmeistarinn Björn Víglundsson byggingaverkfræðingur og fyrrverandi Íslandsmeistari öldunga í skák og FIDE-meistarinn Halldór Grétar Einarsson, formaður meistararáðs Breiðabliks eru gestir Kristjáns Arnar í þættinum. Björn er í þættinum allan tímann en Halldór Grétar kemur símleiðis inn í síðari hluta þáttarins frá Hveragerði. Björn segir frá sterkum frönskum stórmeisturum sem uppi voru á átjándu og nítjándu öldinni og ólíkum skákstílum en einnig ræðir hann sterkustu skákmenn heims í dag. Hann spyr sig hvað íslenskir skákmenn geti lært af þessum snillingum skákborðsins bæði fyrr og nú. Halldór Grétar rekur tölfræði yfir stigabreytingar hjá íslenskum titilhöfum og öðrum afreksskákmönnum en þar má sjá að margir þessara aðila eru í frjálsu falli niður stigalista FIDE. Við það má ekki una og hvað er til bragðs að taka? Því er reynt að svar í þættinum.

    Show More Show Less
    1 hr and 1 min
  • Skák, Þorskastríð, Rússar, Fischer og Rautt-eðalginseng: Sigurður Þórðar og Gunnar Freyr
    Jul 2 2025

    Gestir Kristjáns Arnar í þessum þætti eru þeir Gunnar Freyr Rúnarsson formaður Víkingaklúbbsins og Sigurður Þórðarson, áhugamaður um skák og fyrrverandi stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni í síðustu tveimur Þorskastríðum Íslendinga við Breta. Sigurður er kaupmaður og hefur síðustu fjóra áratugina flutt inn náttúrulyfið "Rautt-eðalginseng" sem er ræktað í 800-1000 metra hæð í Suður-Kóreu. Þeir félagar ræða skák, Þorskastríðin, kynni Sigurðar við Bobby Fischer en Fischer var mikill aðdáandi og reglulegur notandi "Rauðs-eðalginsengs," hvernig Sovétmenn/Rússar hjálpuðu Íslendingum að vinna öll Þorskastríðin, sérstaklega það fyrsta og síðasta (hótunin er sterkari en leikurinn) með því að láta í veðri vaka að þeir myndu taka vel í óskir Íslendinga um hernaðaraðstoð. Einnig segir Sigurður frá þegar LLoydsman, stærsti dráttarbátur Breta, sem var 2.400 tonn að stærð elti Albert, minnsta varðskip Íslendinga (201 tonn), inn í Berufjörð og keyrði stöðugt á varðskipið með þeim afleiðingum að skipið stórskemmdist.

    Show More Show Less
    51 mins
  • Yfirsetur á Íslandsmóti í skák og afreksmál: Gauti Páll Jónsson, ritstjóri tímaritsins Skákar
    Jun 25 2025

    Gestur þáttarins er Gauti Páll Jónsson, ritstjóri tímaritsins Skákar. Rætt er um nýlokin Íslandsmót í skák á Blönduósi en þar voru krýndir fjórir Íslandsmeistarar. Rætt er um fyrirkomulag mótsins og hvort rétt sé að leyfa yfirsetur á Íslandsmótum í skák. Í síðari hluta þáttarins er rætt um afreksmálin í skákinni og hvað hægt sé að gera til að standa betur við bakið á okkar efnilegasta fólki. Gauti segir frá nýjungum í mótahaldi og nefnir til dæmis Pressukeppnina þar sem ungir skákmenn fá tækifæri til að tefla gegn reynslumeiri skákmönnum.

    Show More Show Less
    56 mins
  • Ýmsar hugleiðingar og aðalfundur SÍ: Björgvin Víglundsson skákmeistari
    Jun 18 2025

    Björgvin Víglundsson, fyrrverandi Íslandsmeistari öldunga í skák er gestur Kristjáns Arnar í þættinum. Þeir ræða um Magnus Carlsen og Hikaru Nakamura og gamla meistara skákborðsins. Í síðari hluta þáttarins ræða þeir skákhátíðina á Blönduósi og aðalfund Skáksamband Íslands sem haldinn var á Blönduósi sl. laugardag þrátt fyrir að skoðunarmenn reikninga sambandsins hafi talið tilefni til þess að hafin yrði rannsókn á rekstri og bókhaldi Skáksambandsins og að formenn nokkurra aðildarfélaga hafi farið fram á að fundinum yrði frestað.

    Show More Show Less
    1 hr and 4 mins