Skákkennsla fyrir stjórnmálamenn: Sigurður Þórðarson og Gunnar Freyr Rúnarsson cover art

Skákkennsla fyrir stjórnmálamenn: Sigurður Þórðarson og Gunnar Freyr Rúnarsson

Skákkennsla fyrir stjórnmálamenn: Sigurður Þórðarson og Gunnar Freyr Rúnarsson

Listen for free

View show details

About this listen

Gestir Kristjáns Arnar í þessum þætti eru þeir Gunnar Freyr Rúnarsson formaður Víkingaklúbbsins og Sigurður Þórðarson, áhugamaður um skák. Sigurður er fyrrverandi stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni í síðustu tveimur Þorskastríðum Íslendinga en í fjóra áratug hefur hann flutt inn náttúrulyfið Rautt-eðalginseng. Rautt-eðalginseng er vinsælt hjá skákmönnum en það er talið skerpa athygli og auka þol. Þeir félagar ræða skák; Evrópukeppni félagsliða, árangur Víkingaklúbbsins á Íslandsmóti skákfélaga frá stofnun hans árið 2007, Vestfirði og sjarma þeirra, pólitík hér heima og erlendis og margt fleira. Sigurður segir að stjórnmálamenn nútímans skorti þekkingu á Íslandssögunni og nefndir að hann og þeir sem tóku þátt í Þorskastríðunum hafi gert það í góðri trú fyrir framtíðarkynslóðir Íslendinga. Það sé því grátlegt að illa upplýstir stjórnmálamenn vilji gefa fiskveiðiauðlind þóðarinnar til Evrópusambandsins. Sigurður telur að skákiðkunn sé þroskandi fyrir börn enda hafi rannsóknir sýnt að börnum og ungmennum sem iðka skák vegni betur í námi og starfi. Ástæðan kunni að vera sú að í skákinni læri maður að temja sér rökhugsun og öguð vinnubrögð.

No reviews yet
In the spirit of reconciliation, Audible acknowledges the Traditional Custodians of country throughout Australia and their connections to land, sea and community. We pay our respect to their elders past and present and extend that respect to all Aboriginal and Torres Strait Islander peoples today.